Fulltrúar erlendra skipafélaga sem reka stóran hluta þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til Íslands funduðu í gær með sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni um innviðagjald sem tekið var upp um áramótin
Faxaflóahafnir Sigurður segir fyrirséð að fækkun verði á komum skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum en því fylgir tekjutap fyrir marga.
Faxaflóahafnir Sigurður segir fyrirséð að fækkun verði á komum skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum en því fylgir tekjutap fyrir marga. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Egill Aaron Ægisson

egillaaron@mbl.is

Fulltrúar erlendra skipafélaga sem reka stóran hluta þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til Íslands funduðu í gær með sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni um innviðagjald sem tekið var upp um áramótin.

Um er að ræða skipafélögin Royal Caribbean, Norwegian Cruise Lines, MSC Cruises og Carnival en auk þeirra voru fulltrúar frá íslensku samtökunum Cruise Iceland og Cruise Lines International Association (CLIA) sem boðaði fundinn.

Þann 1. janúar tóku gildi ýmsar breytingar vegna innflutnings og gjaldtöku vegna farþega og ferðamanna í skemmtiferðaskipum landsins. Þar á meðal er nýtt innviðagjald þar sem lagt er gjald á hvern farþega um borð í skemmtiferðaskipi í millilandasiglingum á meðan skipið dvelur í höfn hér á landi eða annars staðar á

...