Haukur Þrastarson er á leiðinni til þýska handknattleiksfélagsins Rhein-Nekar Löwen í sumar. RT Handball segir frá en Haukur mun yfirgefa Dinamo Búkarest í Rúmeníu eftir aðeins eitt ár hjá félaginu. Haukur, sem er uppalinn hjá Selfossi, gekk ungur…

Skipti Haukur Þrastarson mun leika í Þýskalandi í haust.
— Morgunblaðið/Eyþór
Haukur Þrastarson er á leiðinni til þýska handknattleiksfélagsins Rhein-Nekar Löwen í sumar. RT Handball segir frá en Haukur mun yfirgefa Dinamo Búkarest í Rúmeníu eftir aðeins eitt ár hjá félaginu. Haukur, sem er uppalinn hjá Selfossi, gekk ungur að aldri til Kielce í Póllandi og var þar í fjögur ár. Haukur var ekki í stóru hlutverki hjá landsliðinu á HM í janúar en Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari ráðlagði honum að fara í sterkari deild.