„Ég var í smá sjokki,“ sagði hlaupakonan Eir Chang Hlésdóttir í samtali við Morgunblaðið um 21 árs gamalt Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhúss sem hún sló á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss í Laugardalshöll á sunnudag
Sprettur Eir Chang Hlésdóttir á fleygiferð á hlaupabrautinni í Laugardal, þar sem hún sló Íslandsmetið.
Sprettur Eir Chang Hlésdóttir á fleygiferð á hlaupabrautinni í Laugardal, þar sem hún sló Íslandsmetið. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Frjálsar

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

„Ég var í smá sjokki,“ sagði hlaupakonan Eir Chang Hlésdóttir í samtali við Morgunblaðið um 21 árs gamalt Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhúss sem hún sló á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss í Laugardalshöll á sunnudag.

Eir, sem er aðeins 17 ára gömul, hefur bætt sig mikið á skömmum tíma og hún átti ekki von á að slá Íslandsmetið á Meistaramótinu. Silja Úlfarsdóttir setti metið árið 2004.

„Ég bætti mig um 0,3 sekúndur og ég gerði það sama á aldursflokkamóti helgina á undan. Ég bætti mig því um 0,6 sekúndur á einni viku. Ég bjóst alls ekki við þessu,“ sagði hún.

Horfði á aldursflokkamet

...