„[H]liðin á skipinu“ eða skipshlið er stundum kölluð síða eða kinnungur; líka talað um súð og byrðing

„[H]liðin á skipinu“ eða skipshlið er stundum kölluð síða eða kinnungur; líka talað um súð og byrðing. Kinnungur er einkum haft um skipshliðina næst stöfnum (stafni og skut). En til er annar, með stóru k-i: Kinnungur. Það er hver sá er býr í Köldukinn í gömlu Suður-Þingeyjarsýslu þar sem nú heitir Suðurþing.