
Arinbjörn Rögnvaldsson
arir@mbl.is
Færeyska skipafélagið Smyril Line Cargo hefur eflt stöðu sína í vöruflutningum til og frá Íslandi með nýju skipi ásamt uppbyggingu í Þorlákshöfn. Smyril Line hefur vaxið mikið á undanförnum árum og vinnur nú að næsta stóra skrefi í þróun sinni með tilkomu nýs skips sem eykur flutningsgetu félagsins.
Í desember 2023 bætti Smyril Line Cargo við skipinu M/V Glyvursnes, sem leysti af leiguskipið M/V Mistral. Í kjölfarið var skipið M/V Lista leigt nú í ársbyrjun til að leysa M/V Glyvursnes tímabundið af, en það er í vélarupptekt. M/V Lista er sérhæft ekjuskip sem getur einnig tekið gáma og er 193 metrar að lengd. Nýja skipið tvöfaldar flutningsgetu miðað við núverandi skip félagsins.
Óskar Sveinn Friðriksson, framkvæmdastjóri
...