Dóms er að vænta fljótlega í þremur málum sem eigendur þriggja jarða á línuleið Suðurnesjalínu 2 reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en aðalmeðferð í málunum fór fram við dómstólinn 13. febrúar sl., skv
Suðurnesjalína 2 Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 ganga vel, en gert er ráð fyrir að hún verði komin í rekstur á síðari hluta þessa árs.
Suðurnesjalína 2 Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 ganga vel, en gert er ráð fyrir að hún verði komin í rekstur á síðari hluta þessa árs. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Dóms er að vænta fljótlega í þremur málum sem eigendur þriggja jarða á línuleið Suðurnesjalínu 2 reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en aðalmeðferð í málunum fór fram við dómstólinn 13. febrúar sl., skv. upplýsingum frá Landsneti.

Landeigendurnir kærðu eignarnámsákvörðun til dómstóla, en úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta lá fyrir 25. nóvember í öllum málunum. Málin njóta flýtimeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ekki náðust samningar við fimm eigendur þriggja jarða á línuleiðinni. Á síðasta ári var óskað eftir eignarnámi hjá ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, og var slíkt leyfi veitt 21. júní í fyrra. Úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta lá fyrir 25. nóvember sl. í öllum þremur málunum.

...