Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því við ríkisendurskoðanda að embætti hans fari í saumana á embættisfærslu í tengslum við styrki úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka. Ráðherra fór fram á að embættið kannaði og legði mat á…

Styrkjamálið Daði Már Kristófersson efnahags- og fjármálaráðherra.
— Morgunblaðið/Eyþór
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því við ríkisendurskoðanda að embætti hans fari í saumana á embættisfærslu í tengslum við styrki úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka.
Ráðherra fór fram á að embættið kannaði og legði mat á „stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna“.
Þau mál komust í hámæli þegar Morgunblaðið upplýsti að Flokkur fólksins hefði tekið við 240 milljónum króna án þess að standast lagaskilyrði til þess. Fram kom í máli Ingu Sæland formanns flokksins að henni hefði verið kunnugt um að þær styrkgreiðslur væru í trássi við lög.
...