Haukar mæta Izvidac frá Bosníu í átta liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik en dregið var í gær. Liðin mætast fyrst á Ásvöllum og síðan í Bosníu, dagana 22. til 30. mars. Þá liggur fyrir að sigurliðið leikur í undanúrslitum keppninnar við …
Adam Haukar slógu út Ormoz frá Slóveníu í 16 liða úrslitum.
Adam Haukar slógu út Ormoz frá Slóveníu í 16 liða úrslitum. — Ljósmynd/Anton Brink

Haukar mæta Izvidac frá Bosníu í átta liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik en dregið var í gær. Liðin mætast fyrst á Ásvöllum og síðan í Bosníu, dagana 22. til 30. mars. Þá liggur fyrir að sigurliðið leikur í undanúrslitum keppninnar við annaðhvort AEK Aþenu frá Grikklandi eða Partizan Belgrad frá Serbíu. Í hinum einvígjunum leikur Olympiacos (Grikklandi) við Runar (Noregi), og Baia Mare (Rúmeníu) við Alkaloid (N-Makedóníu).