Róbert Gunnarsson lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Gróttu í handknattleik að yfirstandandi tímabili loknu eftir þriggja ára starf. Davíð Örn Hlöðversson, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Róberts undanfarin þrjú ár, tekur við sem þjálfari…

Róbert Gunnarsson lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Gróttu í handknattleik að yfirstandandi tímabili loknu eftir þriggja ára starf. Davíð Örn Hlöðversson, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Róberts undanfarin þrjú ár, tekur við sem þjálfari eftir tímabilið og hefur skrifað undir þriggja ára samning.

Norðurírski knattspyrnumaðurinn Conor Bradley, bakvörður Liverpool, verður frá keppni um nokkurra vikna skeið vegna meiðsla aftan á læri sem hann varð fyrir í síðustu viku. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, skýrði frá á fréttamannafundi í gær.

Handknattleiksmaðurinn reyndi Luka Karabatic hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með franska landsliðinu. Karabatic er 36 ára línumaður og litli bróðir Nikola Karabatic sem lagði skóna á hilluna á síðasta

...