
Baráttan um Evrópusæti er í algleymingi í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla eftir að Chelsea, Brighton og Fulham unnu öll góða sigra á meðan Aston Villa tapaði í 27. umferðinni í gærkvöldi.
Chelsea vann botnlið Southampton örugglega á Stamford Bridge og tyllti sér í fjórða sætið þar sem liðið er með 46 stig. Manchester City og Newcastle United eru skammt undan, bæði með 44 stig, og eiga erfiða útileiki í kvöld.
Brighton vann Bournemouth 2:1 á heimavelli og er í áttunda sæti með 43 stig, jafnmörg og Bournemouth sæti ofar. Fulham heimsótti Wolverhampton Wanderers og hafði betur, 2:1, sem þýðir að liðið er í níunda sæti með 42 stig.
Villa sótti ekki gull í greipar Crystal Palace í Lundúnum og steinlá, 4:1. Villa er í tíunda sæti með 42 stig. Nottingham
...