
„Á þeim tíma sem það tekur mig að segja þessa setningu hefur Indó-kortið verið notað fjórum sinnum,“ segir Tryggvi Björn Davíðsson, stofnandi sparisjóðsins Indó, þegar hann stendur með blaðamanni fyrir framan stóran upplýsingaskjá fyrirtækisins sem sýnir viðskipti við félagið í rauntíma.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan árið 2022 þegar forritarar Indó fóru út í Nettó í Lágmúla til að kaupa sér samloku og gos og notuðu Indó-kort í fyrsta skipti við mikil fagnaðarlæti.
Segja má að vöxturinn hafi verið ævintýralegur á stuttum tíma. Viðskiptavinir eru nú orðnir 78 þúsund og fjölgar um 2.500 á mánuði. Helmingur þeirra notar kortið daglega. Mánaðarlegur fjöldi kortafærslna er 1,4 milljónir, eða ein á hverri sekúndu. Fjöldi mánaðarlegra millifærslna er 500 þúsund. „Við erum komin langt fram úr áætlunum,“ segir
...