Tryggvi Björn Davíðsson og Haukur Skúlason stofnendur Indó. Tryggvi er um þessar mundir að taka við framkvæmdastjórastarfinu af Hauki.
Tryggvi Björn Davíðsson og Haukur Skúlason stofnendur Indó. Tryggvi er um þessar mundir að taka við framkvæmdastjórastarfinu af Hauki. — Morgunblaðið/Anton Brink

„Á þeim tíma sem það tekur mig að segja þessa setningu hefur Indó-kortið verið notað fjórum sinnum,“ segir Tryggvi Björn Davíðsson, stofnandi sparisjóðsins Indó, þegar hann stendur með blaðamanni fyrir framan stóran upplýsingaskjá fyrirtækisins sem sýnir viðskipti við félagið í rauntíma.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan árið 2022 þegar forritarar Indó fóru út í Nettó í Lágmúla til að kaupa sér samloku og gos og notuðu Indó-kort í fyrsta skipti við mikil fagnaðarlæti.

Segja má að vöxturinn hafi verið ævintýralegur á stuttum tíma. Viðskiptavinir eru nú orðnir 78 þúsund og fjölgar um 2.500 á mánuði. Helmingur þeirra notar kortið daglega. Mánaðarlegur fjöldi kortafærslna er 1,4 milljónir, eða ein á hverri sekúndu. Fjöldi mánaðarlegra millifærslna er 500 þúsund. „Við erum komin langt fram úr áætlunum,“ segir

...