
Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is
Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hlaut í gær Viðurkenningu Hagþenkis 2024 fyrir bók sína Strá fyrir straumi – ævi Sigríðar Pálsdóttur 1809-1871, sem Bjartur gefur út. Alls voru tíu rit tilnefnd en Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings og er það viðurkenningaráð Hagþenkis, skipað fimm félagsmönnum, sem stendur að valinu. Viðurkenningin felst í sérstöku viðurkenningarskjali en að auki fær vinningshafinn 1.500.000 kr. í verðlaunafé.
„Að fá viðurkenningu fyrir fræðirit sem tók mörg ár í vinnslu og ég lagði líf og sál í hefur mikla þýðingu fyrir mig,“ segir Erla Hulda innt eftir viðbrögðum. „Sérstaklega
...