„Bikarhelgin“ svokallaða í handboltanum hefst í kvöld þegar undanúrslitin í bikarkeppni karla eru leikin á Ásvöllum í Hafnarfirði. Fram mætir Aftureldingu klukkan 18 og Stjarnan mætir ÍBV klukkan 20.15. Sigurliðin mætast síðan í úrslitaleik á Ásvöllum á laugardaginn. Hjá konunum eru undanúrslitaleikirnir annað kvöld, Fram – Valur og Grótta – Haukar, og úrslitaleikur líka á laugardaginn.