Eignasafn lífeyrissjóðanna stækkaði myndarlega á seinasta ári. Allt bendir til að raunávöxtun eigna sjóðfélaga hafi verið góð á árinu eftir tvö slök ár þar á undan og verði vel yfir 3,5% ávöxtunarviðmiði skuldbindinga lífeyrissjóða

Sviðsljós

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Eignasafn lífeyrissjóðanna stækkaði myndarlega á seinasta ári. Allt bendir til að raunávöxtun eigna sjóðfélaga hafi verið góð á árinu eftir tvö slök ár þar á undan og verði vel yfir 3,5% ávöxtunarviðmiði skuldbindinga lífeyrissjóða. Það gerðist síðast árið 2021. Í lok desember sl. nam hrein eign lífeyrissjóða 8.220 milljörðum króna og jukust eignirnar um hundruð milljarða milli ára.

Von er á endurskoðuðum uppgjörum sjóðanna og endanlegum ávöxtunartölum á næstu vikum en Landssamtök lífeyrissjóða birtu á dögunum áætlaða ávöxtun sjóðanna á seinasta ári. Samkvæmt henni var raunávöxtun lífeyrissjóða bæði fyrir samtryggingu og séreign að jafnaði jákvæð um 6,5% í fyrra.

Einn af

...