Meiðsli Gísli Þorgeir Kristjánsson verður frá í einhverjar vikur.
Meiðsli Gísli Þorgeir Kristjánsson verður frá í einhverjar vikur. — Morgunblaðið/Eyþór

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, verður ekki með Magdeburg í næstu leikjum. Gísli meiddist á fæti á dögunum þegar Magdeburg mætti Aalborg í Meistaradeildinni og félagið staðfesti á heimasíðu sinni í gær að hann yrði frá keppni í nokkrar vikur. Ekki er nákvæm áætlun á fjarveru hans en Ísland mætir Grikkjum tvívegis í undankeppni EM 12. og 15. mars og því virðist frekar ólíklegt að hann verði klár í slaginn í þeim leikjum.