Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands.
Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands. — Morgunblaðið/Ómar

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það ekki rétt sem haldið er fram að aðild að ESB eða upptaka evru leiði til þess að markaðsvextir á Íslandi verði eins og í helstu ESB-löndum, þar með talið í Danmörku, Þýskalandi og Hollandi. Markaðsvextir til fyrirtækja og heimila í aðildarlöndum ESB, jafnvel þeirra sem hafa tekið upp evru, séu langt frá því að vera þeir sömu og munur á lægstu og hæstu vöxtum mikill.

Mjög breytilegir

Vextir til húsnæðiskaupa séu sömuleiðis mjög breytilegir milli aðildarlanda ESB, þar með talið þeirra sem hafa tekið upp evru. Því sé ekki rétt sem stundum sé fullyrt að vextir af húsnæðislánum séu þeir sömu á evrusvæðinu.

Ragnar rökstuddi þetta í fyrirlestri á dögunum sem er endursagður að hluta í ViðskiptaMogganum í dag, ásamt gögnum sem hann notaði máli sínu

...