
Yfir 1.000 tónlistarmenn, þar á meðal Kate Bush, Annie Lennox og Damon Albarn, gáfu í gær út þögla plötu til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á breskum höfundarréttarlögum um gervigreind (AI) sem þeir segja að muni lögleiða tónlistarþjófnað.
AFP greinir frá og segir plötuna „Is This What We Want“, sem inniheldur upptökur úr tómum stúdíóum, hluta af uppreisn gegn áformum ríkisstjórnarinnar. Rithöfundar og tónlistarmenn, þar á meðal Bush, fordæmdu breytingarnar og kölluðu þær „gjöf á heildsöluverði“ til Silicon Valley í bréfi sem þau sendu til Times í gær. Meðal annarra tónlistarmanna sem undirrituðu bréfið má nefna Paul McCartney, Elton John, Ed Sheeran, Dua Lipa og Sting auk rithöfundanna Helenar Fielding, Kazuos Ishiguro, Michaels Morpurgo. McCartney lét hafa eftir sér í viðtali við BBC á dögunum
...