”  Í einhverjum tilvikum skrifa heimilislæknar upp á vottorð um óvinnufærni vegna þess andlega áfalls sem uppsögnin er sögð hafa valdið, án þess að vart verði við að sjúklingurinn fái neina meðferð eða aðstoð vegna sinna andlegu veikinda. Upp hafa komið hreint ótrúleg mál, þar sem fólk fær uppáskrifað frá lækni að það sé óvinnufært í aðalvinnunni sinni, þar sem því var sagt upp, en vinnufært í aukastarfi.

Vinnumarkaður

Ólafur Stephensen

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

Málum vegna misnotkunar á veikindaréttinum, sem kveðið er á um í lögum og kjarasamningum, hefur farið mjög fjölgandi hjá lögfræðiþjónustu Félags atvinnurekenda á síðustu árum. Þetta eru annars vegar mál sem varða falskar veikindatilkynningar og í ýmsum tilvikum augljóslega tilhæfulaus læknisvottorð.

Hins vegar er um að ræða gríðarlega fjölgun á málum þar sem fólk skilar læknisvottorði um óvinnufærni vegna veikinda á uppsagnarfresti, þrátt fyrir að hafa verið heilsuhraust fram að því.

Síðarnefndu málin eru orðin svo algeng að halda má því fram að ákvæði kjarasamninga um gagnkvæman uppsagnarfrest vinnuveitanda og launþega séu að

...