
Óskar Bjarnason, fyrrverandi sjómaður og netamaður, fæddist á Gerðisstekk í Norðfirði 3. maí 1931. Hann lést 29. janúar 2025.
Hann var sonur Bjarna Sigfússonar, f. 1886, d. 1941 og Halldóru Jónsdóttur, f. 1891, d. 1970, er bjuggu á Gerðisstekk. Foreldrar Bjarna voru Sigfús Björnsson, f. 1849, d. 1920, síðar Bjarnarson í Kanada, frá Þórarinsstöðum í Seyðisfirði, og Guðfinnu Bjarnadóttur, f. 1864, d. 1932, frá Viðfirði. Halldóra var dóttir Jóns Vilhjálmssonar, f. 1856, d. 1929, frá Gerði, og Sigríðar Marteinsdóttur, f. 1850, d. 1929. Afi og amma Óskars fluttu til Kanada 1888 en Bjarni varð eftir í fóstri á Íslandi.
Systkini Óskars: Guðný, f. 1915, d. 2005, Vilhelmína Sigríður, f. 1916, d. 1972, Guðfinna, f. 1918, d. 2008, Kristbjörg, f. 1919, d. 1995, Jón Sigfús, f. 1920, d. 1944, Bjarni Halldór, f. 1921, d. 2002, Ragnar Kristinn, f. 1924, d.
...