Nýr meirihluti fimm vinstriflokka tók til starfa í borgarstjórn á föstudag undir forystu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Með Samfylkingarmönnum fimm í för eru þrír borgarfulltrúar Pírata, tveir fulltrúar Sósíalista, einn nýbakaður fulltrúi Flokks fólksins og einn frá Vinstri grænum.
Aldrei fyrr hafa fimm flokkar reynt með sér samstarf í borgarstjórn og raunar ekki í nokkurri sveitarstjórn, hvað þá í ríkisstjórn. Í slíkum hópi mun óhjákvæmilega koma upp ágreiningur um málefni og mögulega menn, en vegna þess hve naumur meirihlutinn er hefur sérhver borgarfulltrúi meirihlutans líf hans í hendi sér; hver og einn þeirra getur tekið hann í gíslingu.
Það eykur svo ekki lífslíkurnar að tveir flokkanna eru í útrýmingarhættu, en allnokkrir borgarfulltrúanna ætla ekki að leita endurkjörs að ári. Þeir hafa því ekki hinu sama að
...