
Egill Aaron Ægisson
egillaaron@mbl.is
Flosi Eiríksson, frambjóðandi til formanns VR, segir eðlilegast að launasamningur formanns VR sé með svipuðum hætti og hjá félögum stéttarfélagsins á almennum vinnumarkaði sem flestir búa við þriggja mánaða uppsagnarfrest. Hann myndi fara fram á að samið væri með þannig hætti skyldi hann taka við formennskunni að kosningum loknum en þær fara fram í mars.
Morgunblaðið greindi frá því í gær að Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins og núverandi þingmaður Flokks fólksins, hefði fengið greidd biðlaun og ótekið orlof í eingreiðslu eftir að hann sagði af sér formennsku í VR í byrjun desember 2024, en Ragnar hafði þá verið kjörinn á þing. Hljóðaði upphæðin upp á 10,2 milljónir króna.
Að sögn framkvæmdastjóra VR átti Ragnar
...