Jens Garðar Helgason, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sækist eftir embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins nú um helgina. Það er eina framboðið sem enn er fram komið í varaformannsstól flokksins

Jens Garðar Helgason
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Jens Garðar Helgason, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sækist eftir embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins nú um helgina. Það er eina framboðið sem enn er fram komið í varaformannsstól flokksins.
Jens Garðar var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og sveitarstjórnarmaður í 12 ár. Hefur hann einnig gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum innan flokksins allt frá æsku.
Hann var fyrsti formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) frá 2014-2020, var jafnlengi í framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) og varaformaður þeirra 2017-2020.
Spennan eykst
Mest spenna á landsfundi er sjálfsagt
...