Jens Garðar Helgason, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sækist eftir embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins nú um helgina. Það er eina framboðið sem enn er fram komið í varaformannsstól flokksins
Jens Garðar Helgason
Jens Garðar Helgason — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Jens Garðar Helgason, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sækist eftir embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins nú um helgina. Það er eina framboðið sem enn er fram komið í varaformannsstól flokksins.

Jens Garðar var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og sveitarstjórnarmaður í 12 ár. Hefur hann einnig gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum innan flokksins allt frá æsku.

Hann var fyrsti formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) frá 2014-2020, var jafnlengi í framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) og varaformaður þeirra 2017-2020.

Spennan eykst

Mest spenna á landsfundi er sjálfsagt

...