Sigurður segir nær ómögulegt að fá leyfi fyrir vatnsaflsvirkjunum.
Sigurður segir nær ómögulegt að fá leyfi fyrir vatnsaflsvirkjunum. — Morgunblaðið/Eggert

Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins (SI) í janúar var vakin athygli á kostnaðarsömu aðgerðaleysi í virkjunarmálum fyrir íslenskt samfélag. Fram kom að helstu opinberir framkvæmdaaðilar gerðu ráð fyrir framkvæmdum fyrir 264 milljarða króna á þessu ári.

Landsvirkjun er þar langumfangsmest með um 92 milljarða króna framkvæmdir boðaðar á árinu. Sem er um 35% af öllum fyrirhuguðum framkvæmdum opinberra aðila á þinginu.

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI benti á að raunútboð Landsvirkjunar á síðasta ári námu 38 milljörðum króna. Í upphafi þessa árs gerði Landsvirkjun hins vegar ráð fyrir framkvæmdum fyrir 100 milljarða en vegna tafa á leyfisveitingum raungerðist ekki nema þriðjungur fyrirhugaðra útboða.

Sigurður fullyrðir að flókin málsmeðferð leyfismála vatnsaflsvirkjana og lagaramminn valdi kostnaðarsömum orkuskorti á

...