
Sverrir Ólafsson
Í áratugi hefur verið haldið uppi miklum áróðri fyrir skógrækt á landi hér. Áróðursmeistarar skógræktar hafa fátt til sparað máli sínu til framdráttar. Illgresið lúpína var flutt til landsins á eftirstríðsárunum og dreift um grundir og mela til að gera jarðveginn hæfari til skógræktar. Nú er lúpínan orðin landplága. Skógræktarfélög voru stofnuð með stuðningi hins opinbera og mólendinu breytt í grænar eyðimerkur með framandi trjátegundum. Náttúrulegur blómgróður var þannig kæfður, skógarbotninn breyttist í gróðursnautt moldarflag, mófuglarnir hurfu flestir og söngur þeirra þar með. Í staðinn komu kyrkingslegar, afskræmdar trjáplöntur, sem hvorki virðast geta lifað eða dáið og gera landið sem þær vaxa á víða illfært yfirferðar.
Svo langt var gengið í áróðrinum að klæða landið skógi að í sumum menntaskólum fengu nemendur hærri einkunnir
...