Tjón vegna eldinga sem sló niður í íbúðarhús hleypur á mörgum milljónum. Annarri eldingunni laust niður í þak hússins og hinni í jörðina við hlið þess. Mikill blossi lýsti upp himininn og jörðin nötraði
Rafmagn „Megnið af heimilistækjunum er ónýtt,“ segir Vigfús sem segir nánast allt rafkerfið vera ónýtt.
Rafmagn „Megnið af heimilistækjunum er ónýtt,“ segir Vigfús sem segir nánast allt rafkerfið vera ónýtt.

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Tjón vegna eldinga sem sló niður í íbúðarhús hleypur á mörgum milljónum. Annarri eldingunni laust niður í þak hússins og hinni í jörðina við hlið þess. Mikill blossi lýsti upp himininn og jörðin nötraði. Eldingaveðrið gerði í janúar í Mýrdal og lék grátt bæinn Garðakot í Dyrhólahverfi. Leiddu eldingarnar yfir í önnur hús á jörðinni og næstu bæi sem biðu einnig tjón.

Vigfús Páll Auðbertsson, ábúandi í Garðakoti, segir guðsmildi að enginn hafi verið heima. Hann og Eva Dögg Þorsteinsdóttir eiginkona hans voru erlendis. Litlu mátti þó muna að sonur þeirra sem er á sextánda aldursári hefði verið kominn út í fjárhús þegar eldingunum laust niður.

„Númer eitt, tvö og þrjú var að það meiddist enginn,“ segir Vigfús

...