
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Tjón vegna eldinga sem sló niður í íbúðarhús hleypur á mörgum milljónum. Annarri eldingunni laust niður í þak hússins og hinni í jörðina við hlið þess. Mikill blossi lýsti upp himininn og jörðin nötraði. Eldingaveðrið gerði í janúar í Mýrdal og lék grátt bæinn Garðakot í Dyrhólahverfi. Leiddu eldingarnar yfir í önnur hús á jörðinni og næstu bæi sem biðu einnig tjón.
Vigfús Páll Auðbertsson, ábúandi í Garðakoti, segir guðsmildi að enginn hafi verið heima. Hann og Eva Dögg Þorsteinsdóttir eiginkona hans voru erlendis. Litlu mátti þó muna að sonur þeirra sem er á sextánda aldursári hefði verið kominn út í fjárhús þegar eldingunum laust niður.
„Númer eitt, tvö og þrjú var að það meiddist enginn,“ segir Vigfús
...