
Dagmál Morgunblaðsins fagna í dag fjögurra ára afmæli. Þátturinn lét úr vör 26. febrúar 2021 og hefur nýr þáttur farið í loftið á hverjum virkum degi frá þeim tíma.
Þátturinn sem fer í loftið í dag er númer 1.072 og gestur þáttarins er Fiskikóngurinn, Kristján Berg. Í þættinum fer hann um víðan völl og ræðir meðal annars ferilinn í fiskbúðinni sem fagnar 35 ára afmæli í næsta mánuði.
Kristjáni er ekkert óviðkomandi. Trump, Sjálfstæðisflokkurinn og hver hann telur að eigi að verða næsti formaður flokksins. Þá upplýsir hann um leyndan draum að mögulega hasla sér völl í stjórnmálum.
Fiskikóngurinn var ekki alltaf á beinu brautinni og í þættinum ræðir hann á einstaklega einlægan hátt um eiturlyfjaneyslu og í framhaldi af því þegar hann fékk rauða spjaldið og sætti dómi og sat í fangelsi í hátt
...