
Stjarna Flack sló í gegn á 8. áratug.
Grammy-verðlaunahafinn Roberta Flack, sem einna þekktust var í byrjun 8. áratugarins og þá sérstaklega fyrir smellinn „Killing Me Softly With His Song“, lést á mánudaginn, 88 ára að aldri, í faðmi fjölskyldunnar. AFP greinir frá og segir að þessi áhrifamikla popp- og R&B-stjarna hafi síðustu ár misst sönghæfileika sína vegna Lou Gehrig-sjúkdómsins sem hún greindist með árið 2022. Flack fæddist hinn 10. febrúar 1937 í Norður-Karólínu.