Febrúarmánuður, sem senn er á enda, hefur verið afar hlýr og snjóléttur, bæði á láglendi og á hálendinu. Þetta er hlýjasti febrúar á öldinni í Reykjavík það sem af er mánuði, og aðeins vitað um þrjá hlýrri frá upphafi mælinga
Snjóalög á hálendinu Myndin er tekin í vikunni úr vefmyndavél veðurstöðvar við Lónakvísl á vatnasviði Tungnaár.
Snjóalög á hálendinu Myndin er tekin í vikunni úr vefmyndavél veðurstöðvar við Lónakvísl á vatnasviði Tungnaár. — Ljósmynd/Landsvirkjun

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Febrúarmánuður, sem senn er á enda, hefur verið afar hlýr og snjóléttur, bæði á láglendi og á hálendinu.

Þetta er hlýjasti febrúar á öldinni í Reykjavík það sem af er mánuði, og aðeins vitað um þrjá hlýrri frá upphafi mælinga. Þetta upplýsir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Samfelldar hitamælingar hafa verið gerðar í 155 ár í Reykjavík.

Á Akureyri er hitinn ekki alveg jafn ofarlega á listanum – fleiri mánuðir hlýrri heldur en í Reykjavík.

Þetta eru viðbrigði frá janúarmánuði sl. sem var tiltölulega kaldur, sérstaklega á Norðausturlandi.

Það hefur verið óvenjulítill snjór bæði í Reykjavík og á Akureyri, segir Trausti. Einn alhvítur dagur

...