Kvartett gítarleikarans Ásgeirs Ásgeirssonar heldur tónleika í kvöld, miðvikudagskvöldið 26. febrúar, kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu, sem hluta af vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans. Segir í tilkynningu að kvartettinn leiki frumsamin lög Ásgeirs af…

Kvartett gítarleikarans Ásgeirs Ásgeirssonar heldur tónleika í kvöld, miðvikudagskvöldið 26. febrúar, kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu, sem hluta af vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans. Segir í tilkynningu að kvartettinn leiki frumsamin lög Ásgeirs af sólóplötum hans og lög af plötum sem hann hefur gert í samstarfi við aðra listamenn. Ásamt Ásgeiri leika þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur.