Landsfundur Flokks fólksins hyllir ákaft leiðtoga sinn, Ingu Sæland.
Landsfundur Flokks fólksins hyllir ákaft leiðtoga sinn, Ingu Sæland. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Landsfundi Ingu Sæland er nú loksins lokið, eftir áralanga bið. Eftir fundinn liggja fyrir miklar stjórnmálaályktanir þar sem einna helst er ákveðið að stefna að því að breyta Landsbankanum í „samfélagsbanka“, eins og það er orðað. Hvað þýðir að flokkurinn ætli að stefna að þessu markmiði, er hann að berjast fyrir þessu eða ekki? Hvað þýðir þessi skilgreining síðan fyrir Landsbankann og samfélagið í heild?

Það sem eflaust er átt við er að stjórnmálamenn fái til sín enn meira vald yfir bankakerfinu. Geti þannig, með því að endurskilgreina rekstur félags í eigu ríkisins, stýrt lántöku og aðgerðum bankans. Er stjórnmálamönnum treystandi þegar kemur að bankarekstri þegar komið hefur í ljós að leikreglur samfélagsins virðast ekki eiga við um þá?

Inga Sæland skilgreinir sig síðan sem einhvers konar friðardúfu í einni ályktuninni. Getur eflaust við það verkefni fengið

...