Naumt tap var niðurstaðan hjá íslenska kvennalandsliðinu gegn Frökkum í Le Mans í gærkvöld, 3:2, þrátt fyrir að Frakkar væru mun sterkari aðilinn mestallan leikinn. Ísland er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, eins og Sviss, en Noregur er…

Frakkland Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í baráttunni gegn Frökkum í Le Mans en hún kom inn í byrjunarlið Íslands í fyrsta sinn í tvö ár.
— Ljósmynd/Alex Nicodim
Þjóðadeild
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Naumt tap var niðurstaðan hjá íslenska kvennalandsliðinu gegn Frökkum í Le Mans í gærkvöld, 3:2, þrátt fyrir að Frakkar væru mun sterkari aðilinn mestallan leikinn.
Ísland er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, eins og Sviss, en Noregur er með þrjú stig eftir sigur á Sviss í gærkvöld, 2:1, og Frakkar eru komnir með sex stig.
Útlitið var ekki gott eftir hálftíma leik. Þá höfðu Frakkar skorað tvö mörk með fimm mínútna millibili, það fyrra var ódýrt af hálfu íslenska liðsins eftir slæmt útspil frá marki, en það seinna var glæsilegt. Staðan var orðin 2:0.
En Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom Íslandi inn í leikinn með marki beint úr aukaspyrnu
...