Sigurður Már Jónsson blaðamaður segir frá því í pistli á mbl.is þegar hann fór á dögunum til Austurríkis á sama tíma og hroðaleg hnífstunguárás var gerð þar í landi. Fjórtán ára drengur var drepinn og fjórir aðrir særðir, en það var aðeins fyrir…
Sigurður Már Jónsson
Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson blaðamaður segir frá því í pistli á mbl.is þegar hann fór á dögunum til Austurríkis á sama tíma og hroðaleg hnífstunguárás var gerð þar í landi. Fjórtán ára drengur var drepinn og fjórir aðrir særðir, en það var aðeins fyrir snarræði eins sem þar var nærri sem árásarmaðurinn náði ekki að skaða enn fleiri.

Svo segir Sigurður Már: „Gerhard Karner innanríkisráðherra Austurríkis sagði samdægurs að um væri að ræða árás „íslamista“. Lögreglan upplýsti skjótt að hinn grunaði væri hælisleitandi með gilt búsetuleyfi og hreint sakavottorð. Við skoðun á íbúð hins grunaða fann lögreglan skýrar vísbendingar um að hann væri hallur undir róttækar skoðanir íslamista, en þar á meðal var fáni hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams á veggjum íbúðarinnar.

Þetta er nærtækt dæmi um þau margvíslegu voðaverk sem nú eru framin víða

...