
Óli Björn Kárason
Ég hlakka til komandi helgar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á föstudaginn þar sem saman koma á þriðja þúsund einstaklingar á öllum aldri, úr dreifbýli og þéttbýli, námsmenn og forstjórnar, bændur og sjómenn, smiðir og tölvunarfræðingar, kennarar og læknar, hugvitsmenn og frumkvöðlar. Fólk með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu sem sameinast í hugsjónum frelsis og í trúnni á getu og hæfileika einstaklingsins. Einstaklingar sem eru stoltir af því að fylkja sér undir merki Sjálfstæðisflokksins, sem hefur verið brimbrjótur framfara og bættra lífskjara.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er suðupottur hugmynda og hugsjóna. Það kraumar undir enda tekist á um einstak mál af festu, stundum af töluverðri hörku en af hreinskilni. Sjálfstæðisfólki leiðist lognmolla og skoðanaleysi. Það veit að stjórnmálaflokkur sem forðast átök,
...