
Listaverk Ólafur sýnir í Færeyjum.
Listamaðurinn Ólafur Sveinsson opnar sýningu á verkum sínum, óhlutbundnum málverkum, teikningum og tálguðum tréskúlptúrum, í Smiðjunni Litluvík í Þórshöfn í Færeyjum á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar.
Segir í tilkynningu að Ólafur hafi sýnt verk sín hér heima og erlendis síðan 1984. Þá búi hann og starfræki vinnustofu í Kaupvangsstræti 4, Vinnustofur Kaupvangsstræti, með 20 öðrum listamönnum.
„Þar skapar hann og selur verk sín, en verk hans eru einnig til sölu í safnbúðum Lista- og Minjasafnsins á Akureyri, Fuglasafni Sigurgeirs og Þjóðminjasafni Íslands.“ Sýning Ólafs í Færeyjum stendur til og með þriðjudagsins 4. mars.