Ragnar Þór Ingólfsson
Ragnar Þór Ingólfsson

Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi formaður VR, segist hafa lagt biðlaun sem hann fékk greidd frá VR eftir að hann sagði af sér formennsku inn á „neyðarsjóð fjölskyldunnar“.

Tók hann ákvörðun um að gera það í ljósi þess að forystufólk í verkalýðshreyfingunni eigi jafnan erfitt uppdráttar á atvinnumarkaði eftir starfslok. Lítur hann á biðlaunin sem „tímabundna afkomutryggingu“.

Þetta segir Ragnar Þór í færslu sem hann birti á Facebook í gær í kjölfar fréttar Morgunblaðsins um að hann hefði þegið biðlaun frá VR upp á rúmar 10 milljónir króna, í eingreiðslu.

Hann tekur einnig fram að hann hafi lækkað laun sín þegar hann tók við embætti formanns VR og einnig þegar hann tók við formennsku í Landssambandi íslenskra verslunarmanna. Þá hafi hann afsalað

...