
Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrrverandi formaður VR, segist hafa lagt biðlaun sem hann fékk greidd frá VR eftir að hann sagði af sér formennsku inn á „neyðarsjóð fjölskyldunnar“.
Tók hann ákvörðun um að gera það í ljósi þess að forystufólk í verkalýðshreyfingunni eigi jafnan erfitt uppdráttar á atvinnumarkaði eftir starfslok. Lítur hann á biðlaunin sem „tímabundna afkomutryggingu“.
Þetta segir Ragnar Þór í færslu sem hann birti á Facebook í gær í kjölfar fréttar Morgunblaðsins um að hann hefði þegið biðlaun frá VR upp á rúmar 10 milljónir króna, í eingreiðslu.
Hann tekur einnig fram að hann hafi lækkað laun sín þegar hann tók við embætti formanns VR og einnig þegar hann tók við formennsku í Landssambandi íslenskra verslunarmanna. Þá hafi hann afsalað
...