
— AFP
Jeanne Calment átti óvenjulega langa ævi og lifði í 122 ár og 164 daga – lengur en nokkur annar skráður einstaklingur. Árið 1965, þegar hún var 90 ára, gerði hún samning við fasteignalögmann sem greiddi henni fasta mánaðarlega upphæð í skiptum fyrir að erfa íbúð hennar eftir andlát hennar. Hann taldi sig hafa gert hagstæða fjárfestingu, en Jeanne lifði í yfir þrjá áratugi í viðbót. Lögfræðingurinn lést 30 árum síðar, en greiðslurnar héldu áfram þar til Jeanne lést árið 1997 – þá 122 ára.
Nánar um málið á K100.is.