
Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital, nefnir Gylfa Magnússon prófessor í hagfræði sem helsta örlagavaldinn þegar hann valdi hagfræði fremur en læknisfræði á sínum tíma. Hann segir kostnaðarhækkanir fara illa með allan rekstur sem reiða sig á áskriftartekjur og séu fjölmiðla- og símafyrirtæki góð dæmi um það.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?
Það eru tvímælalaust verðbólgan og kostnaðarhækkanir umfram verðlag. Miklar kostnaðarhækkanir bitna illa á öllum rekstri sem reiðir sig á áskriftartekjur.
Fjölmiðla- og símafyrirtækin eru hér gott dæmi en stærsti hluti kostnaðar er launakostnaður og það er ekki hægt að velta kostnaðarhækkunum þar beint út í verðlag enda er samkeppni mikil á þessum markaði og samningar til lengri
...