
Frásögnin hefst í Washington, en þær fréttir fóru á kreik fyrir helgi að óvænt breyting hefði orðið á dagskrá Kennedy Center, og fyrirhugaðir tónleikar Hommakórs Washingtonborgar (e. Gay Men‘s Chorus of Washington) hefðu verið settir á ís.
Kennedy Center er meiri háttar menningarstofnun og kjölfestan í óperu- og sinfóníuhljómsveitastarfi Bandaríkjanna en þar hafa fulltrúar demókrata verið við völd um árabil og listrænar áherslur stofnunarinnar borið þess greinileg merki.
Trump hróflaði ekki við Kennedy Center þegar hann var síðast forseti, en í þetta skiptið lét hann það vera eitt af sínum fyrstu verkum að sópa út allri stjórninni, en það má hann því að stofnunin er að stórum hluta á framfæri hins opinbera. Núna ráða repúblíkanar ferðinni og skipaði Trump sjálfan sig stjórnarformann, sem er óvænt vending ef haft er í huga að í síðustu
...