
50 ára Guðjón er frá Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd og býr þar. Hann er byggingatæknifræðingur frá HR og er framkvæmdastjóri Lóðaþjónustunnar ehf., sem er öflugt fyrirtæki í jarðvinnu og yfirborðsfrágangi, eftir að hafa söðlað um á haustmánuðum eftir tæplega 20 ára starf hjá Loftorku í Borgarnesi og síðar Steypustöðinni. Hann er formaður mannvirkja- og framkvæmdanefndar Hvalfjarðarsveitar þar sem helsta verkefnið nú er að byggja nýtt íþróttahús í Hvalfjarðarsveit sem er stærsta einstaka framkvæmd sem sveitarfélagið hefur ráðist í. Hann er einnig gjaldkeri sóknarnefndar Saurbæjarkirkju og gjaldkeri Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. Áhugamálin eru fjölskyldan, íþróttir og ferðalög.
Fjölskylda Maki Guðjóns er Þórdís Þórisdóttir, f. 1974, grunnskólakennari í Heiðarskóla. Börn þeirra eru Elvar Þór, f. 2005, og Arna Rún, f. 2008. Foreldrar Guðjóns eru Jónas Guðmundsson, f. 1944, vinnuvélaverktaki, búsettur á Bjarteyjarsandi, og Guðrún Bjarney Samsonardóttir, f.