Garðabær Katarzyna Trzeciak í baráttunni í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í Garðabæ í gærkvöldi. Trzeciak skoraði 21 stig fyrir Stjörnuna.
Garðabær Katarzyna Trzeciak í baráttunni í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í Garðabæ í gærkvöldi. Trzeciak skoraði 21 stig fyrir Stjörnuna. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Stjarnan vann þægilegan sigur á Grindavík, 77:64, í 19. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í neðri hluta deildarinnar í Garðabæ í gærkvöld. Stjarnan er í öðru sæti neðri hlutans með 16 stig líkt og Tindastóll sæti ofar. Grindavík er í þriðja neðsta sæti með 12 stig.

Leikurinn var geysilega jafn í fyrri hálfleik og var Grindavík einu stigi yfir, 40:41, að honum loknum. Í síðari hálfleik tók Stjarnan hins vegar leikinn yfir, var mest 22 stigum yfir undir lokin og sigldi sigrinum í höfn.

Katarzyna Trzeciak var stigahæst í leiknum með 21 stig og átta fráköst. Denia Davis-Stewart var þá öflug með 18 stig og 15 fráköst. Isabella Ósk Sigurðardóttir var stigahæst hjá Grindavík með 16 stig og átta fráköst.

Aþena vann þá dramatískan sigur

...