Inga Sæland
Inga Sæland

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, hefur gegnt embætti forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur. Þetta fékk Morgunblaðið staðfest í forsætisráðuneytinu.

Ástæða þessa er að þær Kristrún og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra voru báðar erlendis og því var komið að Ingu Sæland að leysa Kristrúnu af. Röð staðgengla forsætisráðherra er sú að Þorgerður Katrín er fyrst í röðinni, Inga Sæland önnur og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, þriðji. Gert var ráð fyrir að Þorgerður Katrín tæki við skyldum forsætisráðherra í gærkvöld, en þá var áætlað að hún kæmi til landsins frá útlöndum.