New York, Moskvu. | AFP. Rússnesk stjórnvöld hrósuðu bandarískum stjórnvöldum í gær fyrir að sýna „yfirvegaða afstöðu“ eftir að Bandaríkjamenn greiddu í tvígang atkvæði með Rússum hjá Sameinuðu þjóðunum til að koma í veg fyrir að innrásin í Úkraínu yrði fordæmd
Mótmæli Stuðningsmenn Úkraínu fjölmenntu á Times Square í New York á mánudag þegar Úkraínustríðið var til umræðu hjá Sameinuðu þjóðunum.
Mótmæli Stuðningsmenn Úkraínu fjölmenntu á Times Square í New York á mánudag þegar Úkraínustríðið var til umræðu hjá Sameinuðu þjóðunum. — AFP/Spencer Platt

New York, Moskvu. | AFP. Rússnesk stjórnvöld hrósuðu bandarískum stjórnvöldum í gær fyrir að sýna „yfirvegaða afstöðu“ eftir að Bandaríkjamenn greiddu í tvígang atkvæði með Rússum hjá Sameinuðu þjóðunum til að koma í veg fyrir að innrásin í Úkraínu yrði fordæmd. Dmitrí Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, sagði að það sama væri ekki hægt að segja um evrópska leiðtoga, en ef til vill myndu samskipti við Bandaríkjamenn færa Evrópu til meiri yfirvegunar.

Tvær atkvæðagreiðslur fóru fram á vettvangi SÞ á mánudag. Um morguninn var gengið til atkvæða um ályktun lagða fram með fulltingi Evrópuríkja á allsherjarþinginu þar sem Rússar voru harðlega gagnrýndir og friðhelgi landamæra Úkraínu ítrekuð.

Ályktunina studdu 93 ríki, 18 voru andvíg og 65 sátu hjá. Bandaríkjamenn lögðust gegn henni ásamt Rússum og bandamönnum þeirra í

...