
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Þessum undirskriftalista er beint til stjórnvalda um allt land. Við erum að kalla eftir því að lög og reglugerðir verði endurskoðuð í ljósi þess sem er að gerast.“ Þetta segir Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur og ábyrgðarmaður undirskriftalista þar sem krafist er tafarlausra aðgerða til að stöðva núverandi byggðaþróun hérlendis.
„Þróunin hefur verið sú að fjármagnið stjórnar hér skipulagsmálunum og er yfir og allt um kring. Afleiðing þess er að hér er orðið þéttbýli sem tekur ekki mið af almannaheill. Það er ekki tekið tillit til samfélagslegrar sjálfbærni, heldur er þetta rekið áfram á hagnaðardrifnum forsendum sem koma sveitarfélögum til góða og fámennum hópi verktaka og fjármagnseigenda.“
Ekki stendur til að
...