Ítölsk matargerð er einföld í grunninn. Og það er magnað hversu mikla upplifun er hægt að gera úr tiltölulega fáum hráefnum. Eldamennskan virðist á yfirborðinu sömuleiðis oft og tíðum einföld, en þar er ekki allt sem sýnist

Hið ljúfa líf

Stefán Einar Stefánsson

ses@mbl.is

Ítölsk matargerð er einföld í grunninn. Og það er magnað hversu mikla upplifun er hægt að gera úr tiltölulega fáum hráefnum. Eldamennskan virðist á yfirborðinu sömuleiðis oft og tíðum einföld, en þar er ekki allt sem sýnist. Stuttur eldunartími er ekki endilega það sama og einföld eldun. Á þessu öllu eru vissulega undantekningar sem lesendur þessa dálks þekkja mæta vel. Pastagerð er ekki einföld ef hún er stunduð frá grunni og ef vel á að takast til.

Einfalt en erfitt

Hún er svolítið eins og með kokteillinn Negroni (sem hér hefur verið fjallað um). Í honum eru þrjú innihaldsefni, þau eru blönduð í jöfnum hlutföllum alla jafna, en samt er hægt að klúðra drykknum nokkuð auðveldlega. Það

...