Útgefið heildaraflamark í loðnu í ár var 8.589 tonn skv. ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og varð hlutur íslenskra útgerða 4.435 tonn, eða tæp 52% af heildinni. Ástæða þess að hlutur Íslendinga varð ekki meiri en raun ber vitni er m.a

Loðnuveiðar Örstutt loðnuvertíð er nú á lokametrunum, enda kvótinn lítill.
— Morgunblaðið/Óskar Pétur
Baksvið
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Útgefið heildaraflamark í loðnu í ár var 8.589 tonn skv. ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og varð hlutur íslenskra útgerða 4.435 tonn, eða tæp 52% af heildinni. Ástæða þess að hlutur Íslendinga varð ekki meiri en raun ber vitni er m.a. umframveiði á síðustu loðnuvertíð árið 2023, en þá nam útgefinn kvóti Íslands 329 þúsund tonnum. Kvótinn í ár er því einungis um 1,3% af kvóta síðustu loðnuvertíðar og munar um minna. En þarna kemur fleira til.
Samningur Íslands og Grænlands
Í gildi er samningur á milli Íslands og Grænlands um skiptingu kvótans á milli ríkjanna í lögsögu Íslands, en þar er Ísland með 81% hlut sem þýðir að 6.957 tonn koma til Íslands af heildaraflamarkinu. Grænland er með 18% úr þessum potti sem gefur
...