Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Víkings frá Val 18. febrúar síðastliðinn og gerði tveggja ára samning. Víkingur greiddi um 20 milljónir fyrir Gylfa, sem er 35 ára. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins og var fremsti knattspyrnumaður Íslands um árabil

Víkin Gylfi Þór Sigurðsson er kampakátur með að vera kominn í Víking og horfir björtum augum á framhaldið í Fossvoginum og með landsliðinu.
— Morgunblaðið/Karítas
Fótbolti
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Víkings frá Val 18. febrúar síðastliðinn og gerði tveggja ára samning. Víkingur greiddi um 20 milljónir fyrir Gylfa, sem er 35 ára.
Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins og var fremsti knattspyrnumaður Íslands um árabil. Hann er spenntur fyrir komandi tímum í Fossvogi, þar sem velgengnin hefur verið mikil undanfarin ár og var liðið m.a. hársbreidd frá því að komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar á dögunum.
„Maður hefur fylgst vel með þeim í Evrópukeppni og að komast svona langt er ótrúlegt afrek. Það væri algjör draumur að fá að upplifa eitthvað svona í Evrópukeppni. Stemningin í kringum liðið, stuðningsmennina og
...