Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hyggst ráðast í uppbyggingu síðar á þessu ári við bæði Kerið í Grímsnesi og Fjaðrárgljúfur á Suðausturlandi, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Birta Ísólfsdóttir, framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic…

Ferðir Birta Ísólfsdóttir framkvæmdastjóri áfangastaða.
— Morgunblaðið/Eyþór
Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hyggst ráðast í uppbyggingu síðar á þessu ári við bæði Kerið í Grímsnesi og Fjaðrárgljúfur á Suðausturlandi, skammt frá Kirkjubæjarklaustri.
Birta Ísólfsdóttir, framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures, segir að lengi hafi verið mikil umræða um bætta aðstöðu á áfangastöðum og þá einkum salernisaðstöðu. „Það er frábært að sjá þetta núna verða að veruleika.“
Um horfur á komu ferðamanna í sumar segir Birta að tímabilið líti vel út. „Í byrjun síðasta árs höfðu jarðhræringar á Suðurnesjum áhrif á aðsókn til landsins, en svo varð viðsnúningur. Seinni hluti ársins var orðinn álíka góður og þegar best lét fyrir faraldurinn.“
Birta minnir að lokum á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir fjárhag Íslands.
...