Hrein eignaaukning lífeyrissjóða var myndarleg á seinasta ári, sem endurspeglast í mjög ásættanlegri raunávöxtun, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Í lok seinasta árs voru eignir lífeyrissjóða landsmanna komnar yfir átta…

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Hrein eignaaukning lífeyrissjóða var myndarleg á seinasta ári, sem endurspeglast í mjög ásættanlegri raunávöxtun, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka.

Í lok seinasta árs voru eignir lífeyrissjóða landsmanna komnar yfir átta þúsund milljarða króna og jukust eignirnar um ríflega níu hundruð milljarða króna frá árinu á undan. Flestir lífeyrissjóðir eiga eftir að birta endanlegar ávöxtunartölur en allt bendir til þess að árið hafi verið hagfellt fyrir lífeyrissjóði og raunávöxtun góð.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur birt upplýsingar um afkomu ársins og var hrein nafnávöxtun sameignardeildar 12,4% og raunávöxtunin 7,3%. Ávöxtunarleiðir í séreign skiluðu frá 8,2% til 13,0% nafnávöxtun. Framlag erlendra hlutabréfa

...