Bandaríska leikkonan Claire Danes og framleiðandinn Winnie Holzman ætla að taka höndum saman á nýjan leik, meira en 30 árum eftir að þær unnu saman að sjónvarpsþáttaröðinni My So-Called Life, en HBO er að þróa nýja þáttaröð sem nefnist The Applebaum …
Endurfundir Claire Danes mun leika aðalhlutverkið í nýju þáttaröðinni.
Endurfundir Claire Danes mun leika aðalhlutverkið í nýju þáttaröðinni. — AFP/Angela Weiss

Bandaríska leikkonan Claire Danes og framleiðandinn Winnie Holzman ætla að taka höndum saman á nýjan leik, meira en 30 árum eftir að þær unnu saman að sjónvarpsþáttaröðinni My So-Called Life, en HBO er að þróa nýja þáttaröð sem nefnist The Applebaum Curse. Variety greindi fyrst frá og segir þættina koma til með að skarta Danes í aðalhlutverki. Þá muni hún einnig gegna hlutverki aðalframleiðanda en Holzman muni bæði starfa sem handritshöfundur og framleiðslu- og sýningarstjóri. Holzman deildi fréttunum á rauða dreglinum á Writers Guild-verðlaununum fyrr í þessum mánuði, þar sem hún var tilnefnd fyrir best aðlagaða handritið fyrir myndina Wicked.