Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að því fari víðs fjarri að einhverjir einir lágir vextir séu til húsnæðislána á evrusvæðinu. Hvað þá að Ísland muni njóta þeirra vaxta með því einu að taka upp evru

Ragnar Árnason
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að því fari víðs fjarri að einhverjir einir lágir vextir séu til húsnæðislána á evrusvæðinu. Hvað þá að Ísland muni njóta þeirra vaxta með því einu að taka upp evru.
Ragnar rökstuddi þessa skoðun sína í fyrirlestri sem sagt er frá í ViðskiptaMogganum í dag. Máli sínu til stuðnings vísar Ragnar til hagþróunar í Evrópusambandinu og á evrusvæðinu. Niðurstaðan er að væntingar um hagvöxt hafi brugðist og að vægi aðildarríkja sambandsins í heimsbúskapnum sé minna en væntingar voru um í byrjun aldar.
Aðild yrði dýr fyrir Ísland
Ragnar segir vert að huga að því hvað Íslendingar myndu þurfa að greiða fyrir aðild að Evrópusambandinu
...